Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Nýtt merki Dýraverndarsambands Íslands
Dýraverndarsamband Íslands hefur tekið í notkun nýtt merki og mun á næstunni þróa útlit á öllum miðlum sambandsins í takt við það. Merkið sýnir heimskautarefinn, eina landspendýrið sem kom sér til Íslands án aðstoðar mannfólks, og leggur áherslu á einstaka íslenska náttúru í sögu og samtíð.
Viðbragðsleysi sýnir mikilvægi þess að færa eftirlit með dýravelferð frá Matvælastofnun
Nýlegar fréttir af viðbragðsleysi Matvælastofnunar þegar tilkynnt var um folald í neyð eru nýjasta dæmið af fjölmörgum um mikilvægi þess að gera stórar kerfisbreytingar í þágu velferðar dýra. Í því ljósi hvetur Dýraverndarsamband Íslands til þess að Alþingi standi með velferð dýra og standi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að færa málaflokk dýravelferðar yfir í annað ráðuneyti.