Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands

Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson

Nýtt merki Dýraverndarsambands Íslands

Dýraverndarsamband Íslands hefur tekið í notkun nýtt merki og mun á næstunni þróa útlit á öllum miðlum sambandsins í takt við það. Merkið sýnir heimskautarefinn, eina landspendýrið sem kom sér til Íslands án aðstoðar mannfólks, og leggur áherslu á einstaka íslenska náttúru í sögu og samtíð.

Read More
Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson

Viðbragðsleysi sýnir mikilvægi þess að færa eftirlit með dýravelferð frá Matvælastofnun

Nýlegar fréttir af viðbragðsleysi Matvælastofnunar þegar tilkynnt var um folald í neyð eru nýjasta dæmið af fjölmörgum um mikilvægi þess að gera stórar kerfisbreytingar í þágu velferðar dýra. Í því ljósi hvetur Dýraverndarsamband Íslands til þess að Alþingi standi með velferð dýra og standi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að færa málaflokk dýravelferðar yfir í annað ráðuneyti.

Read More