Afmælishátíð Dýraverndarsambands Íslands
Í ár fagnar Dýraverndarsamband Íslands 111 ára afmæli sínu. Af því tilefni heldur DÍS afmælishátíð í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 23. mars 2025. Hlökkum til að hitta öll þau ótal mörgu sem brenna fyrir aukinni velferð dýra á Íslandi.
13.00. Húsið opnar.
Heitt á könnunni og ýmis samtök á sviði dýravelferðar og náttúruverndar kynna starfsemi sína.
14.00. Fundur hefst.
- Forseti Íslands setur hátíðina.
- Ávarp atvinnuvegaráðherra. Hanna Katrín Friðriksson.
- Saga Dýraverndarsambands Íslands. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS.
- Tónlist.
- Viðurkenning til heiðursfélaga.
- Mjálmið í eyðimörkinni. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi.
14.45. Kaffihlé.
Félagasamtök á sviði dýravelferðar og náttúruverndar kynna starfsemi sína.
15.15. Fundur heldur áfram.
- Tónlist.
- Afmæliskveðja. Eva Hustoft frá Dyrebeskyttelsen Norge.
- Veganismi sem leiðarljós. Gunnar Theódór Eggertsson, rithöfundur.
- Hvalir, af hverju að vernda þá? Sigursteinn Másson, stjórnarmaður í DÍS.
- Ungt fólk og dýravelferð. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásarfulltrúi Ungra umhverfissinna.
- Dýrin, kerfið og ófullkomna eftirlitið. Ágúst Ólafur Ágústsson, ritari stjórnar DÍS.
- Þakkir og lokaorð. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri DÍS.
16.00. Fundi lýkur.
Fundarstjóri: Vigdís Hafliðadóttir.
Tónlistarflutningur: Sigríður Thorlacius söngkona og Guðmundur Óskar Guðmundsson á gítar.
Viðburðurinn er opinn öllum meðan húsrúm leyfir.