Stjórn DÍS
Frá aðalfundi í maí 2024.
-
Linda Karen Gunnarsdóttir
FORMAÐUR
Linda er menntaður hestafræðingur frá LbhÍ og Háskólanum á Hólum og með meistaragráðu í kennslu náttúrugreina frá HÍ. Hún sat áður í stjórn DÍS árin 2008-2012 og 2014-2017. Hún var fulltrúi DÍS í Dýraverndarráði sem var hjá Umhverfisstofnun og í norræna dýraverndarráðinu. -
Anna Berg Samúelsdóttir
MEÐSTJÓRNANDI
Anna Berg er með meistaragráðu í landfræði, lokaverkefni hennar fjallaði um velferð íslensks búfjár; Viðhorf almennings, birtingarmynd fagsins og kauphegðun neytenda. Á árunum 2011-2013 gegndi Anna 50% starfi hjá DÍS en varð síðar í stjórn. -
Ágúst Ólafur Ágústsson
RITARI
Ágúst er lög- og hagfræðingur frá HÍ og með MPA frá New York University. Hann hefur m.a. unnið sem alþingismaður, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í NY. Hann starfar við ráðgjöf og kennslu við HÍ og stundar doktorsnám í opinberri stjórnsýslu. -
María Lilja Tryggvadóttir
GJALDKERI
María Lilja er viðskiptafræðingur að mennt. Hún er uppalin í sveit og hefur gríðarlegan áhuga à dýravelferðarmálum. -
Sigursteinn Másson
MEÐSTJÓRNANDI
Sigursteinn er rithöfundur og fjölmiðlamaður. Hann hóf að starfa með Alþjóðadýravelferðarsjóðnum IFAW árið 2003 sem fulltrúi samtakanna á Íslandi og síðar einnig í Noregi. Hann sat áður í tvö ár í stjórn DÍS. -
Þóra Hlín Friðriksdóttir
MEÐSTJÓRNANDI
Þóra Hlín er með Bs gráðu í hjúkrunarfræði frá HÍ og menntaður Yoga kennari. Undanfarin ár hefur hún rekið sína eigin starfsemi sem lítur að heilsueflingu einstaklinga. Hún hefur í áratugi haft áhuga á velferð dýra og náttúru.
Framkvæmdastjóri DÍS
Andrés Ingi Jónsson er framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands.
Andrés Ingi býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu á vettvangi stjórnmála. Hann var þingmaður Pírata frá árinu 2021, þingmaður Vinstri grænna á árunum 2016-2019 og sat þess á milli sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá háskólanum í Sussex.
andresingi@dyravernd.is
Fundargerðir stjórnar
Starfsárið 2024-2025
Starfsárið 2023-2024
Starfsárið 2022-2023
Starfsárin 2018-2022
Starfsárið 2017-2018
Starfsárið 2016-2017
Starfsárið 2015-2016
Starfsárið 2014-2015
Starfsárið 2013-2014
Starfsárið 2012-2013
Skoðunarmenn reikninga fyrir næsta ár
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir
Valgerður Árnadóttir
Fulltrúar DÍS í fagráði um velferð dýra
DÍS á fulltrúa í fagráði um velferð dýra sem er Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun
og einstök álitaefni á sviði dýravelferðar. Fagráðið hefur aðsetur hjá Matvælastofnun.
Anna Berg Samúelsdóttir
Fulltrúi DÍS
Stjórnarmaður í DÍS
Bú- og landfræðingur
Andrés Ingi Jónsson
Varafulltrúi DÍS
Framkvæmdastjóri DÍS
Meistaragráða í alþjóðastjórnmálum