Fundur DÍS með matvælaráðherra

Frá vinstri; María Lilja Tryggvadóttir stjórnarmaður DÍS, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Linda Karen Gunnarsdóttir formaður DÍS, Ágúst ÓIafur Ágústsson stjórnarmaður DÍS.

14. ágúst 2024

Í dag áttu fulltrúar DÍS fund með Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þar sem staðan í málaflokki dýravelferðar var rædd ásamt áherslumálum sambandsins. Ráðherra fagnaði fundinum og benti hún á að dýravelferð verði í forgangi í hennar ráðherratíð sem DÍS fagnar.

DÍS fjallaði um stöðuna á eftirliti með velferð búfjár sem er ekki viðunandi. Ráðherra benti á í því samhengi að stefnt sé að heildarendurskoðun dýravelferðarlaga í vetur sem er mjög jákvætt fyrir málaflokkinn. Einnig verði viðbrögð í haust við ákveðnum athugasemdum Ríkisendurskoðunar á eftirliti Matvælastofnunar með velferð búfjár.

DÍS benti einnig á nauðsyn þess að dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að þeim sé bjargað strax og fólki hefur verið komið til bjargar í náttúruvá, í stað þess að björgun þeirra sé framkvæmd samkvæmt mati á verðmætum eins og nú er. Einnig benti DÍS á að skerpa verði á 7. gr. dýraverndarlaga um hjálparskyldu í þessu skyni, að tilgreint verði að dýrum sé bjargað með flutningum þegar aðstæður krefjast þess. Ráðherra tók vel í þessa tillögu og sagðist myndu fylgja henni eftir.

Nefnd voru önnur mál án sérstakrar umræðu, verndun hvala, sela, refa og fugla á válistum ásamt blóðmerahaldi. Ráðherra var eindregið hvattur til að láta sig þessi mál sig varða og að tryggja að Ísland verði í fremstu röð í málefnum dýravelferðar.

Til baka

Previous
Previous

Fundur DÍS með ríkislögreglustjóra

Next
Next

Dýraverndarsamband Íslands 110 ára