BAKHJARLAR DÍS
Dýraverndarar
Dýraverndarar eru hópur hugsjónafólks sem með mánaðarlegu framlagi sínu eflir störf Dýraverndarsambands Íslands í þágu velferðar dýra í landinu.
Dýraverndarsambandið vinnur að bættri velferð dýra hér á landi og stendur vörð um lögvernd dýra, stuðlar að góðri lagasetningu og reglubundnu opinberu eftirliti til verndar dýrum. Sambandið beitir sér einnig fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun um góða meðferð dýra.
Sambandið er rekið með félagsgjöldum og stuðningi almennings.
Með mánaðarlegum stuðningi Dýraverndara getum við gert svo miklu meira og staðið saman í þágu bættrar velferðar dýra í landinu.
Vertu málsvari dýra - vertu Dýraverndari!
Einstaklingar og stofnanir geta styrkt starfsemi DÍS beint með því að leggja inn á reikning félagsins. DÍS fagnar áhuga almennings og lögaðila á málefnum dýra og þakkar kærlega fyrir stuðninginn.
Reikningur félagsins er: 0516 04 760160
Kennitala: 491177-0209