Meirihluti óánægður með ákvörðun um nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu
3. janúar 2024
51% landsmanna eru óánægðir með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra í starfsstjórn að veita nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 35% segjast hins vegar ánægð með ákvörðunina. Þegar spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum sögðust 44% hlynnt slíku banni á hvalveiðar en 39% sögðust því andvíg. Þannig liggur fyrir að mun fleiri eru óánægð með ákvörðun um nýtt hvalveiðileyfi og sömuleiðis styðja marktækt fleiri landsmenn að hvalveiðar verði bannaðar með lögum.
61% kvenna eru óánægðar með ákvörðun um nýtt hvalveiðileyfi, 63% íbúa höfuðborgarinnar sömuleiðis og 65% þeirra sem eru með háskólamenntun.
Þegar rýnt er í niðurstöður könnunarinnar varðandi spurninguna hvort fólk sé hlynnt eða andvígt því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum kemur í ljós að 53% kvenna lýsa sig hlynnt slíkri lagasetningu, 58% íbúa höfuðborgarinnar og 57% fólks með háskólamenntun.
Könnun Maskínu fyrir Dýraverndarsamband Íslands og Náttúruverndarsamtök Íslands var gerð dagana 12. til 19. desember síðastliðinn, á meðan starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var enn að störfum, svarendur voru 2062.
Könnun Maskínu má finna hér :