Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Dýraverndarsamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af hávaða á sýningum með hross
Dýraverndarsamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af þeirri þróun sem er að eiga sér stað innan hestaíþróttarinnar varðandi sýningar á hrossum. Algengara er orðið að tónlistarfólk sé látið spila á meðan hross eru sýnd og áhorfendur hvattir til að taka undir með fagnaðarlátum. DÍS telur nauðsynlegt að brugðist verði við þessari þróun.
Ólafur Dýrmundsson gerður heiðursfélagi í Dýraverndarsambandi Íslands
Ólafur Dýrmundsson var gerður heiðursfélagi í Dýraverndarsambandi Íslands á 111 ára afmælishátíð sambandsins. Það er stjórn Dýraverndarsambandsins sönn ánægja og mikill heiður að þakka Ólafi með þessum hætti fyrir mikilsvert framlag sitt fyrir sambandið og fyrir velferð dýra í landinu.
Upptökur af 111 ára afmælishátíð
Dýraverndarsamband Íslands hélt 111 ára afmælishátíð í Salnum í Kópavogi 23. mars 2025. Búið er að birta upptökur af þeim fróðlegu erindum sem haldin voru.
Dýraverndarsamband Íslands: síungt félag
Það lét ekki mikið yfir sér, fundarboðið sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins 13. júlí 1914, en tilefnið var „Dýraverndunarfélags-stofnun“. Þörfin var mikil og hefur haldist svo alla tíð síðan sem endurspeglast í því að Dýraverndarsamband Íslands nær því bráðum að verða 111 ára.
Afmælishátíð Dýraverndarsambands Íslands
Í ár fagnar Dýraverndarsamband Íslands 111 ára afmæli sínu. Af því tilefni heldur DÍS afmælishátíð í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 23. mars 2025. Hlökkum til að hitta öll þau ótal mörgu sem brenna fyrir aukinni velferð dýra á Íslandi.
Nýtt merki Dýraverndarsambands Íslands
Dýraverndarsamband Íslands hefur tekið í notkun nýtt merki. Merkið sýnir heimskautarefinn, eina landspendýrið sem kom sér til Íslands án aðstoðar mannfólks, og leggur áherslu á einstaka íslenska náttúru í sögu og samtíð.
Viðbragðsleysi sýnir mikilvægi þess að færa eftirlit með dýravelferð frá Matvælastofnun
Nýlegar fréttir af viðbragðsleysi Matvælastofnunar þegar tilkynnt var um folald í neyð eru nýjasta dæmið af fjölmörgum um mikilvægi þess að gera stórar kerfisbreytingar í þágu velferðar dýra. Í því ljósi hvetur Dýraverndarsamband Íslands til þess að Alþingi standi með velferð dýra og standi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að færa málaflokk dýravelferðar yfir í annað ráðuneyti.
Meirihluti óánægður með ákvörðun um nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu
51% landsmanna eru óánægðir með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra í starfsstjórn að veita nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu.