Ályktanir og áskoranir

Stjórn Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) sendir reglulega frá sér yfirlýsingar, ályktanir og áskoranir vegna dýravelferðarmála.

  • Yfirlýsing DÍS vegna ákvörðunar starfandi matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar

    05.12.2024
    Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) mótmælir harðlega ótímabærri ákvörðun um hvalveiðar til næstu fimm ára.

  • Yfirlýsing HRFÍ og DÍS vegna ákvörðunar Icelandair að hætta innflutningi gæludýra með farþegaflugi

    15.11.2024
    DÍS og HRFÍ hafa þungar áhyggjur af ákvörðun Icelandair um að hætta að flytja gæludýr með farþegaflugi frá og með 1. nóvember 2024 og skora á Icelandair að endurskoða þessa ákvörðun.

  • Áskorun stjórnar Dýraverndarsambands Íslands til forsætisráðherra

    26.10.2024
    DÍS skorar á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að bíða með ákvörðun um hvalveiðar þar til niðurstaða starfshóps forsætisráðherra um hvalveiðar liggur fyrir og að ný ríkisstjórn með meirihlutastuðningi Alþingis hefur tekið við að afloknum kosningum.

  • Hvatning DÍS til mótshaldara Landsmóts hestamanna

    01.07.2024
    ​Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut.

  • Yfirlýsing frá DÍS vegna ákvörðunar matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar

    11.06.2024
    Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) harmar og lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar í sumar.

  • - Ályktun aðalfundar 2024 -DÍS skorar á stjórnvöld að endurskoða eftirlit með velferð dýra

    16.05.2024
    Aðalfundur DÍS skorar á stjórnvöld að endurskoða og breyta því fyrirkomulagi sem ríkir um eftirlit með velferð dýra án tafar og að þau sjái til þess að opinberar stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum gagnvart dýrum.

  • ÁKALL DÍS til Almannavarna að bjarga dýrum í neyð!

    29.05.2024
    DÍS hefur fengið staðfest að nú séu kindur og lömb innan girðingar bæði austan og vestan við Grindavík. DÍS óskar eftir að brugðist verði tafarlaust við í málinu og dýrunum forðað frá þjáningu.

  • ÁKALL Dýraverndarsambands Íslands til yfirvalda að bjarga dýrum í sárri neyð!

    08.05.2024
    ÁKALL Dýraverndarsambands Íslands til yfirvalda að bjarga dýrum í sárri neyð!

  • Yfirlýsing umhverfisverndar- og dýravelferðarsamtaka: Við stöndum með velferð dýra

    18.01.2024
    Samkvæmt áliti umboðsmanns hefur velferð dýra ekki nægilegt vægi til að hægt sé að rökstyðja frestun hvalveiða með nægilega skýrum hætti á grundvelli laga um hvalveiðar. 

  • Yfirlýsing DÍS vegna álits umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða

    09.01.2024
    Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir vonbrigðum sínum með álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023.

  • Yfirlýsing dýraverndarfélaga vegna dýra í Grindavík

    12.11.2023
    Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi.

  • Ályktun DÍS vegna hvalveiða

    04.09.2023
    Stjórn Dýraverndarsambands íslands (DÍS) harmar að hvalveiðar skuli hefjast að nýju.Stjórnin áréttar þá afstöðu sína að brýnt sé, út frá dýravelferðarsjónarmiðum,
    ​að hvalveiðum við Ísland ljúki alfarið á þessu ári. ​

  • Yfirlýsing stjórnar DÍS vegna tímabundinnar stöðvunar hvalveiða

    20.06.2023
    Stjórn DÍS fagnar þeirri ákvörðun matvælaráðherra að ákveða að stöðva veiðar á langreyðum til 31. ágúst.
    ​Sú ákvörðun var tekin í framhaldi af afdráttarlausri niðurstöðu fagráðs um velferð dýra.

  • Yfirlýsing stjórnar DÍS vegna deyfingar á svínum með koltvíoxíðgasi

    20.06.2023
    Dýraverndarsamband Íslands fer fram á að deyfing svína með kolt­víoxíðgasi verði stöðvuð og bönnuð með lögum.

  • Ályktun stjórnar DÍS vegna niðurstöðu eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við hvalveiðar

    08.05.2023
    ​Skýr niðurstaða MAST að óásættanlega hátt hlutfall þeirra veiddu hvala, sem eftirlitið náði til, þjáðust. ​DÍS fer fram á að hvalveiðum ljúki tafarlaust.​

  • Hvatning DÍS til sveitarfélaga að koma villtum fuglum til aðstoðar

    09.02.2023
    Dýraverndarsambandið hvatti sveitarfélög að koma villtum fuglum og öðrum villtum dýrum í neyð til aðstoðar veturinn 2022-2023 með fóðurgjöf, en frosthörkur voru óvenjulega miklar og langvarandi.

  • Yfirlýsing stjórnar DÍS vegna aukins eftirlits með hvalveiðum​

    14.09.2022
    Stjórn DÍS lýsti yfir eindregnum stuðningi við aukið eftirlit með hvalveiðum og ítrekaði andstöðu sambandsins við slíkar veiðar.

  • Yfirlýsing stjórnar DÍS vegna dýra í neyð í Borgarbyggð

    26.10.2022
    ​Stjórn DÍS krafðist tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu í Borgarbyggð og að dýrunum væri komið í örugga umsjá á meðan málið væri til meðferðar.

  • Hvatning til Landssambands hestamannafélaga varðandi velferð hesta í þolreiðarkeppni

    24.08.2022
    ​DÍS taldi velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem var í þolreiðarkeppninni Survive Iceland. Stjórn DÍS hvatti LH til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta.​