Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Dýraverndarsamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af hávaða á sýningum með hross
Dýraverndarsamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af þeirri þróun sem er að eiga sér stað innan hestaíþróttarinnar varðandi sýningar á hrossum. Algengara er orðið að tónlistarfólk sé látið spila á meðan hross eru sýnd og áhorfendur hvattir til að taka undir með fagnaðarlátum. DÍS telur nauðsynlegt að brugðist verði við þessari þróun.
Meirihluti óánægður með ákvörðun um nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu
51% landsmanna eru óánægðir með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra í starfsstjórn að veita nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu.