
Nýtt merki Dýraverndarsambands Íslands
5. mars 2025
Dýraverndarsamband Íslands hefur tekið í notkun nýtt merki og mun á næstunni þróa útlit á öllum miðlum sambandsins í takt við það. Nýja merkið er hannað af Stefáni Yngva Péturssyni (Styngvi).
Merkið sýnir heimskautarefinn, eina landspendýrið sem kom sér til Íslands án aðstoðar mannfólks, og leggur áherslu á einstaka íslenska náttúru í sögu og samtíð.
Stöðvum blóðmerahald!
5. mars 2025
Viðbragðsleysi sýnir mikilvægi þess að færa eftirlit með dýravelferð frá Matvælastofnun
19. febrúar 2025
Dýr þurfa skjól á hættutímum
21. janúar 2025
HAFÐU ÁHRIF Í ÞÁGU DÝRA
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er óháð félag dýravina.
DÍS er málsvari dýra.
Félagar í DÍS taka afstöðu með dýrum og velferð þeirra.
Með því að gerast félagi eflir þú starf DÍS í baráttunni fyrir bættri velferð dýra í landinu.
Vertu með í DÍS!
Viðfangsefni Dýraverndarsambands Íslands
-
Eftirlit með velferð búfjár
-
Vernd hvala
-
Vernd refa og sela
-
Blóðmerahald
Dýraverndarsamband Íslands (Dýraverndunarfélag Íslands), DÍS, var stofnað þann 13. júlí 1914 og er frjáls og óháð samtök dýravina. Félagar eru um 700.
Um Dýraverndarsambandið
DÍS stendur vörð um lögvernd dýra, stuðlar að góðri lagasetningu og reglubundnu opinberu eftirliti til verndar dýrum ásamt því að beita sér fyrir fræðslu um góða meðferð dýra.
BAKHJARLAR DÍS
Dýraverndarar eru bakhjarlar Dýraverndarsambandsins sem með mánaðarlegu framlagi sínu efla störf sambandsins í þágu bættrar velferðar dýra í landinu, en starfsemin er byggð á sjálfsaflafé.
Með mánaðarlegum stuðningi getum við gert svo miklu meira í þágu velferðar dýra.
Dýraverndarar
ÚTTEKT DÍS
Haustið 2022 fól stjórn DÍS Ágústi Ólafi Ágússyni lög- og hagfræðingi að vinna úttekt á reynslu af eftirliti með velferð búfjár, ásamt því að skoða beitingu viðurlaga, fjölda kæra og afdrif þeirra í réttarkerfinu.
Kynntar eru 17 umbótatillögur sem meðal annars gera ráð fyrir fjölgun dýraeftirlitsfólks, hertari aðgerðum gagnvart þeim sem uppvísir verða að því að brjóta lög um dýravelferð, búfjárhald verði gert leyfisskylt og að eftirlit með velferð dýra verði fært frá Matvælastofnun og komið fyrir í sérstakri Dýravelferðarstofu.
Bætt dýravelferð
Dýraverndari ársins
VIÐURKENNING DÍS
DÍS veitir viðurkenninguna Dýraverndari ársins og er veitt fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra.
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er Dýraverndari ársins 2023.
Arndís er fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta.
Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir og stofnun deilda um allt land ásamt samstarfi við sveitarfélög um björgun villi- og vergangskatta með TNR aðferðinni (fanga-gelda-skila) er einstakt afrek.
