Upptökur af 111 ára afmælishátíð
25. mars 2025
Dýraverndarsamband Íslands hélt 111 ára afmælishátíð í Salnum í Kópavogi 23. mars 2025. Þangað var boðið öllum þeim ótal mörgu sem brenna fyrir aukinni velferð dýra á Íslandi til að eiga fróðlega og gefandi stund saman.
Í kringum hátíðina voru skipulagðir kynningarbásar fyrir félagasamtök á sviði dýravelferðar og náttúruverndar. Tólf samtök tóku þátt og myndaðist mikil stemning í forsalnum. Formleg fundardagskrá var sömuleiðis mjög áhugaverð, en öll erindin voru tekin upp og eru aðgengileg hér að neðan.
Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS: Saga Dýraverndarsambands Íslands.
Viðurkenning til Ólafs Dýrmundssonar, heiðursfélaga Dýraverndarsambands Íslands.
Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi: Mjálmið í eyðimörkinni.
Gunnar Theódór Eggertsson, rithöfundur: Veganismi sem leiðarljós.
Sigursteinn Másson, stjórnarmaður í DÍS: Hvalir, af hverju að vernda þá?
Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásarfulltrúi Ungra umhverfissinna: Ungt fólk og dýravelferð.
Ágúst Ólafur Ágústsson, ritari stjórnar DÍS: Dýrin, kerfið og ófullkomna eftirlitið.
Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri DÍS: Þakkir og lokaorð.
Dýraverndarsamband Íslands þakkar þeim sem tóku þátt í að láta afmælishátíðina takast jafn vel og raun bar vitni. Auk framangreindra félagasamtaka og fyrirlesara má sérstaklega nefna Vigdísi Hafliðadóttur, sem var fundarstjóri, og Sigríði Thorlacius og Guðmund Óskar Guðmundsson, sem sáu fundargestum fyrir tónlist á milli ræðanna.