Stöðvum blóðmerahald: Ráðherra afhent áskorun

F.v. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, Ágúst Ólafur Ágústsson ritari stjórnar DÍS og Andrés Ingi Jónsson framkvæmdastjóri DÍS.

31. mars 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tók í dag á móti 6.600 undirskriftum einstaklinga sem taka undir ákall Dýraverndarsambands Íslands að stöðva blóðmerahald í eitt skipti fyrir öll hér á landi.

„Ísland er eitt af örfáum ríkjum sem leyfir blóðmerahald. Blóðmerahald er fullkomin tímaskekkja og dýraníð. Ég vona að ráðherra hlusti á þessar nærri sjö þúsund raddir sem standa á bakvið ákall Dýraverndarsambandsins og breyti þessu með okkur,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, ritari stjórnar Dýraverndarsambandsins.

Ágúst Ólafur afhenti atvinnuvegaráðherra undirskriftirnar ásamt Andrési Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra DÍS.

Til baka

Next
Next

Dýraverndarsamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af hávaða á sýningum með hross